24.2.2007 | 13:49
Sabato
Ég hélt að það væri loksins verið að gera eitthvað í hundamálunum hérna hinum megin við götuna í morgun þegar löggan var þar heillengi að tala við eigendurna. En ekki var það víst svo gott því að um leið og þeir voru búin þar komu þeir til okkar. Þeir voru semsagt bara að kanna hvort að hundarnir hér í götunni væru skráðir.
Vð skruppum til Ravenna áðan þar sem Geitafurinn þurfti að fara í eina búð fyrir vinnuna og við notuðum tækifærið og fórum í búð sem heitir Western Union. Þetta er Afríkubúð sem er með allskonar krydd og drykki sem maður sér ekki í öðrum búðum hér. Ég fann þar meira að segja malt sem sem ég er að kæla núna áður en ég prufa hvernig það bragðast
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.