Ilmvatn

Við skruppum að versla áðan sem er nú ekki í frásögur færandi, fínt að fara í kvöld til að losna við að versla á morgun. En allavega þegar við löbbuðum framhjá snyrtivörunum fór Geithafurinn að skoða eitthvað þannig að ég ákvað að skoða þennan fína stand með ilmvatni. Það voru hinar ýmsu gerðir til dæmis var þarna peruilmur, mangó, flórsykur og hvítt súkkulaði. Ég var eitthvað að þefa af þessu sem ég er nú ekki vön að gera þar sem flest öll ilmvötn fara í mig ! Ég var þarna niðursokkin í þetta og tók ekkert eftir Geithafrinum sem er stríðinn með afbrigðum Devil hann semsagt tók ilmvatnið með lyktinni hvítt súkkulaði og sprautaði á mig stórum slurk, slatti lenti á hendinni á mér og ilma ég ennþá eftir að þvo mér 4 sinnum en hinn slattinn lenti upp í mér Sick og wow mæli ég ekki með að fólk bragði á þessu. Hann vill reyndar ekki taka sökina á sig segir að þetta sé bara mér að kenna þar sem ég var með opinn munn Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband