22.2.2007 | 22:14
Anda inn....
.....og anda út og telja upp á 100 ! Ég veit stundum ekki alveg hvað ég á að gera við hana ömmu gömlu á neðri hæðinni. Í dag kallaði hún í mig til að segja mér að það væri kominn tími á páskahreingerningu, mér finnst það nú heldur snemmt þar sem þeir eru nú ekki fyrr en í apríl. En já já hún má alveg gera sína hreingerningu núna en já nei það var ekki málið hún vildi að straukonan og hún og svo ég náttúrlega myndum taka alla skápana á efri hæðinni. Ég sagði nú bara nei að ég myndi sjá um efri hæðina eins og ég geri nú venjulega enda yrði gamlinn létt galinn ef að þær færu að hræra í dótinu hans !! Þá vildi hún að gardínurnar yrðu teknar og já ég var alveg til í það, en nei þá má það ekki strax það verður að bíða eftir sólinni svo að það sé hægt að þurrka úti. Ég á stundum ansi bágt með mig þegar hún byrjar, hún er náttúrlega ekta ítölsk amma og vill öllu ráða og ég er náttúrlega íslenskt þrjóskudýr þannig að þá mætast stálin !! Hún er reyndar ekki allt of hress með mig núna þar sem ég er hætt að þurrka í þvottahúsinu keypti þurrkgrind um daginn og þurrka bara allt á efri hæðinni og það finnst henni ekki nógu gott því að þá getur hún ekki verið með puttana því. Hún var farinn að sortera þvottinn stundum og ef það var smá gat á bol ( alveg hægt að nota heima) þá átti hún það til að láta þá hverfa ! Hún var búin að taka einn frá mér frá um daginn sem ég átti ekki að fá þar sem það var smá gat undir hendinni......þolinmæði.....þolinmæði.....þolinmæði.....Geithafurinn reyndar segir að það eina sem virki þegar hún er með svona vesen sé bara að verða vondur og æpa soldið....ég bara kann ekki við það, ég er alin upp við að það á að vera góður við gamlar konur
Athugasemdir
Skammastu bara á íslensku, hún skilur ekkert í því...en gerðu það brosandi til öryggis...hehehe...
Brynja Hjaltadóttir, 23.2.2007 kl. 19:35
Hahaha já það er sko hugmynd , þarf að prufa það næst
Ólöf , 23.2.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.