20.2.2007 | 14:47
Smælki
Ég hef nú aldrei verið mikil te drykkju manneskja en hef verið að prufa nokkrar gerðir síðustu mánuði og datt niður á eitt skrambi gott um helgina kókos og vanilla...bara snilld
Annað kvöld er Geithafurinn enn einu sinni með grill hann fékk nefninlega gefins í vinnunni fyrir nokkru síðan eitt og hálft kíló af svínapylsum. Þær er mikið borðaðar hér og oft er kjötið úr þeim líka notað í pastasósu en ég er ekki mikið fyrir þær sem er reyndar ekki skrítið þar sem ég borða helst ekki svínakjöt. Þannig að hann ákvað að bjóða tveimur í mat annaðkvöld. Spurning hvað ég borða
Ef að einhver lumar á góðu ráði til að láta hund hætta að gelta...vinsamlegast látið mig vita !! Hundur nágrannans hefur gelt næstum stanslaust frá því að þau fluttu inn einhvertímann fyrir jól Hann er settur út fyrir 7 á morgnana og er hafður þar til 10 - 11 á kvöldin og mest allan tímann geltir hann ! Og aldrei hef ég séð neinn fara með hann út að labba eða yfirhöfuð skifta sér af honum nema þegar ég sá eigandann lemja hann. Ég skil ekki svona fólk !
Og já eitt enn sá/sú sem er númer 1000 má nú alveg skilja eftir smá komment
Athugasemdir
humm hafa ekki einmitt ítalir verið að finná ''bestu'' lausnirnar við gelti hjá nágrannahundum? eins og bara að skjóta eigandann hehe ;) vona samt að þú gangir ekki svo langt nenni ekki að vera að heimsækja þig í fangelsi ;)
þóra systir :) (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.