Verslunarferð.

Það var ekkert verið að sofa út hér í morgun, við vorum komin út um 8 og lögðum af stað til San Marino eftir að hafa komið við á barnum að fá okkur kaffi. En þegar við vorum komin þangað og búin að fara í eina búð og vorum að leggja af stað upp fjallið að þá stakk Geithafurinn upp á að fara frekar í stóra verslunarmiðstöð í Rimini og auðvitað var ég til í það þar sem ég hafði aldrei komið þangað. Þetta var alveg slatti stórt mall og ansi mikið af búðum. Það hefði verið mjög auðvelt að eyða og eyða í allskonar vitleysu en ég stóðst freistinguna og við keyptum ekkert nema bara matvöru, en það var gaman að kaupa í matinn þarna þar sem það var til ýmislegt  sem er ekki til í búðunum sem við förum venjulega í. Þetta tók okkur slatti langan tíma við vorum komin heim aftur eftir 8 tíma.....semsagt slatti löng verslunarferð Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband