Föstudagur

Enn einu sinni kominn föstudagur. Í dag er hið fínasta vorveður sem er gott eftir alla rigningna sem er búin að vera hér undanfarið. Það var svo mikið rok og rigning eina nóttina að um morguninn voru ekkert nema trjágreinar hér um allt sem höfðu brotnað.

Sem betur fer er þurrt núna þar sem hún amma gamla tók sig til núna einn dagin og þvoði tröppurnar og stéttina hérna með einhverju efni og ef það kemur bleyta að þá er eins og maður standi á svelli !

Annars er ekkert að gerast fremur venju, þorði samt ekki annað en að skrifa nokkrar línur þar sem að annars fer hún litla systir að skamma mig fyrir bloggleysi Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe rétt hjá þér dugleg stelpa ;) hehe

þóra (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband