Þolinmæði

Stundum kemur sér vel að ég er nokkuð þolinmóð. Geithafurinn er gjörsamlega að gera mig gráhærða í dag. Þannig er að á Föstudaginn sagði hann mér að það væri von á vini hann í mat í kvöld og allt í góðu með það, á Sunnudaginn sagði hann að þeir væru tveir sem kæmu sem er ekki málið. Í gær gerði hann innkaupa lista sem ég átti að kaupa eftir í morgun en áður enn hann fór að sofa ákvað hann að hann nennti ekki að grilla og það yrði enginn matur.Hann hringdi svo í mig í morgun og bað mig að taka út kjöt þar sem hann hafði skipt um skoðun eina ferðina enn. Þegar hann kom í mat hafði hann hætt við einu sinni enn en þegar hann fór úr mat bað hann mig um að fara og kaupa þetta sem vantaði þar sem það yrði grillWoundering  Ég meina hvað er hægt að gera mikið mál úr einum kvöldmat !! Ég er allavega orðin alveg rugluð á þessu en kjötið er allavega að þiðna og ég er búin að kaupa ís í eftirmat ef hann hættir við einu sinni enn þá bara borðum við kjöt og ís næstu dagaTounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband