6.2.2007 | 14:00
Martedí
Enn einn þriðjudagurinn runninn upp og með hinu fínasta veðri en mér kæmi samt ekki á óvart þótt að það yrði kalt og þoka í kvöld eins og venjulega.
En ég náði loks mynd áðan af þriggja hjóla bíl það er slatti mikið af þeim hér en auðvitað er ég aldrei með myndavélina þegar ég sé þá en þessi lagði bara hér fyrir utan áðan. Þeir reyndar geta verið hættulegir þótt þeir fari ekki mjög hratt enda eru ökumennirnir yfirleitt gamlir kallar sem hafa misst ökuréttindin af einhverjum sökum, til dæmis vegna aldurs
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.