Ekkert að gerast

Það er ekkert að gerast hér þessa dagana þannig að ég hef sossum ekkert að segja. Á laugardaginn fékk ég púsl (1000stk.) og er svona rétt byrjuð á því, ef mér tekst að koma þessu saman verður þetta rosa flott mynd af Feneyjum Smile

Fyrir utan það er ég bara að telja upp á 100 mörgu sinnum á dag þar sem hún amma gamla getur reynt á þolrifin stundum. Hún er náttúrlega orðin ansi öldruð og er farin að verða soldið rugluð. Í marga daga um daginn kallaði hún alltaf í mig til að spurja hvort ég borðaði þurrkaðar ferskjur. Svo eru þvottarnir sér kafli ! Við notum sömu vél þar sem hennar gaf upp öndina einhvertímann fyrir löngu og hún keypti aldrei aðra og það þýðir að á morgnana get oft ekki þvegið þar sem hún þvær og þvær og oft sama og ekkert það er ein og tvær flíkur í vél, en það er allt í lagi ég get alveg þvegið seinnipartinn eða á kvöldin en undanfarið er hún farin að elta mig og athuga hvað ég er að fara að þvo og svo má ég alls ekki klemma út því það er vetur og þá klemmir maður ekki út Woundering og ef ég klemmi út sem ég geri nú stundum að þá fær það að hanga smá og svo læðir hún sér og tekur það inn.....ég get stundum orðið soldið mikið pirruð !!!! Það kemur sér stundum að vera þolinmóður Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband