Hundaraunir

Ég held svei mér þá að ég sé hætt við að fá mér hund ! Þetta er bara vesen,núna er ég til dæmis frosin eftir að fara með þetta gamla hund skrýpi hér í göngu ekki nenna eigendurnir því WounderingÞetta er reyndar varla ganga þetta er meira að labba tvö skref og standa svo þar næstu 5 mín Smile En annars lét hann okkur bregða ansi mikið meðan ég var að elda kvöldmatinn. Geithafurinn gaf honum pulsu og hann tók við henni var eitthvað að japla á henni, svo vildi hann fara út og það var leyft en svo vildi hann koma inn aftur rétt seinna og þá byrjaði hann að hrína...það er ekkert annað orð yfir þessi óhljóð. Við héldum að hann hefði stórslasað sig eða hrunið niður tröppurnar eða eitthvað. Við gátum samt ekki fundið neitt en alltaf hrein hann meira og meira. Það endaði með því að Geithafurinn rauk í símann og hringdi í vin sinn sem er dýralæknir til að fá hann til að koma og kíka á hann því við vorum viss um að hann væri meira en lítið kvalinn. En meðan hann er í símanum að þá læðir hundspottið út úr sér pulsunni og hættir að hrína, tekur hana svo aftur og með það sama upphefst þetta skelfilega væl. Þá var nú bara opnaður á honum kjafturinn og pulsan tekin og síðan þá ekki múkk. Það er allavega ljóst að hann fær bara hundamat næstu daga hann fær sko engar pulsur sem breyta honum í hrínandi svín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband