25.1.2007 | 15:31
Fimmtudagur
Annar dagur þar sem veðrið er frábært Það væri meiriháttar ef að helgin yrði svona.
Í gærkvöldi kom vinur Geithafursins í mat og það var grillað þvílíkt magn af kjöti sem er hið besta mál því að ég þarf ekki að elda í kvöld þar sem það eru svo miklir afgangar. Og já það var potað í mig þar sem Geithafurinn vildi endilega láta hann kíkja á hálsinn á mér, en eins og ég vissi er þetta ekki neitt.
Annars er allt frekar rólegt ég fékk loksins bókina mína Eldest í póstinum í gær þannig að núna hef ég hátt í 700 síðna bók að lesa, bara snilld
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.