Eitt og annað

Í dag er þetta fína veður, engin þoka og hlýr vindur Smile Ég væri sko til í að hafa þetta svona í nokkra daga. En eftir ferð morgunsins til að kaupa lottó og versla smá að þá ætla ég samt að halda mig innandyra, held að það sé öruggast þar sem í þessari ferð sem tók ca 30 mín var ég næstum keyrð niður þrisvar sinnum og það af gömlum kellingum á hjólum ! Ég labbaði mína venjulegu leið og þegar ég er komin soldið áleiðis að þá kemur kella brunandi upp á gangstétt og ég rétt næ að fara niður á götuna til að koma í veg fyrir að hún lendi á mér en hún reyndar baðst afsökunar.  Næsta kunni nú bara ekkert að hjóla held ég, hún minnti mig á krakka sem er verið að kenna að hjóla, það er zikk zakkað í allar áttir og lappirnar notaðar til að hlaupa með en ekki hjóla....sjaldan séð annað eins hjólalag, en hú kom sko á fullri ferð og það mátti ekki miklu muna að hún keyrði mig niður ég varð að fara langt út á götu til að sleppa við hana. Sem betur fer var ekki mikil umferð. Sú þriðja kom svo á fullri ferð fyrir horn og upp á gangstétt og enn einu sinni varð ég að stökkva út á götu en eftir þetta þá var mér nóg boðið og dreif mig bara heim.

Í gærkvöldi fórum við að sjá Eragon en úff hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Bækurnar eru auðvitað alltaf betri en einhvernveginn var þessi mynd bara ekki að gera sig. En það er samt alltaf fínt að fara í bíó og mjög gott að fara á ensku myndirnar þar sem þá er svo ódýrt inn við borgum 7 evrur fyrir okkur bæði sem eru ca 630 krónur Smile

Svo er víst Geithafurinn búinn að bjóða lækninum í kvöldverð annaðkvöld þannig að ég verð víst að dröslast til að gera einhvern eftirrétt á morgun, Geithafurinn sér sjálfur um kjötið þar sem það er grillað þannig að þetta er sossum ekki mikið mál. En það er ágætt þar sem ég verð að fara út í búð aftur í fyrramálið þannig að ef ég er keyrð niður af brjálaðri kellingu að þá get ég látið kíkja á mig annaðkvöld Wink

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband