22.1.2007 | 12:48
Úr einu í annað.
Ekki var nú gert mikið um helgina, við ætluðum að fara út að borða pizzu í gærkvöldi í nágrannabæ, en þegar það var hætt að sjást milli húsa strax klukkan 5 í gærdag að þá stakk ég nú bara upp á að við myndum borða heima. Þannig að þetta var ósköp róleg helgi hér á bæ. En í kvöld er stefnan sett á að fara í bíó Það er verið að sýna Eragon á ensku og við erum að hugsa um að skella okkur.
Ég er reyndar að fyllast af kvefi og er bólgin í hálsinum og eitthvað ekki alveg eins og ég á að mér að vera. En ég er að vona að þetta lagist bara af sjálfu sér, nenni ekki að fara til doksa, eða það er allt í lagi að fara til hans bara nenni ekki að standa úti í marga klukkutíma og bíða eftir að hann opni, mér finnst það bara skrítið að það sé ekki hægt að panta tíma. Annars stakk Geithafurinn upp á að hann myndi bjóða vini sínum í mat og láta hann skoða mig í leiðinni (hann er læknir) en ég var nú ekki alveg til í það. Ekki það að hann má alveg koma í mat en ég sagði að hann myndi ekki skoða mig en ég er náttúrlega meira en þrjósk er mér sagt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.