Þoka og bækur

Það er svo mikil þoka hér þessa dagana að ég rétt sé í næsta hús, ekki mjög spennandi ! Ætla rétt að vona að það verði ekki svona um helgina. Það er semsagt ekkert að gerast hérna, við erum bara orðnir bókaormar það hefur ekki verið kveikt á sjónvarpinu hér síðustu kvöld sem er alveg ótrúlegt. Ég er búin að lesa báðar bækurnar sem ég fékk í jólagjöf Konunsbók eftir Arnald Indriðason og Gemsinn eftir Stephen King. Þær voru báðar alveg hin ágætasta skemmtun. En um síðustu helgi fórum við til Lido í bókabúð og þar fann ég Eragon og hef verið föst í henni síðan, næsta skef er að fara í bíó og sjá myndina og svo verð ég að finna bók númer tvö. Skelfilegt þegar maður festist í einhverju svona mig dreymir ekkert nema galdra og dreka síðustu næturWoundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband