21.7.2008 | 13:58
Meiri leti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 13:40
Letilíf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 11:37
Síðustu dagar.
Það hefur eiginlega verðið nóg að gera undanfarið ! Geithafurinn kom í endaðan júní og var í tvær vikur (fór í gær) pabbi hans kom í 6 daga og á meðan hann var hér var ekki stoppað þar sem hann vildi vera á ferðinni allan daginn. Ég reyndar þurfti náttúrlega að vinna svona hér og þar og þá fór ég ekki með en annars fór ég með þeim í ferðirnar eins og til dæmis Gullfoss, Geysir og Þingvelli, Vík og Dyrhólaey, svona til að nefna eitthvað. Svo var náttúrlega brúðkaup í Selvoginum hjá Steina og Ástu sem við fórum í og það var bara gaman í frábæru veðri. Fékk lánað hús og bíl meðan kallarnir voru hjá mér sem reddaði þessu alveg !! Var að flytja aftur heim í gær og er þar með komin í netsamband aftur. Núna er semsagt allt að komast í rútínu aftur vinna og sofa, er reyndar að fara á aðra vakt eftir helgi þannig að núna verður þetta reglulegra hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 20:56
Löng verslunarferð.
Hef bara aldrei verslað eins mikið á mig sjálfa á einum degi eins og ég gerði í dag. Fór semsagt í Reykjavíkina til að skoða mér föt og oft hefur það nú endað með því að ekkert er keypt, en ekki í dag. Kom heim með marga poka og náttúrlega með tómt veski, en það náttúrlega bara fylgir svona dögum. Var í búðum frá rúmlega 11 og þar til klukkan var farin að ganga fimm. Held reyndar að ég sé búin með kvótann á fötum í bili....eða svona næstum því, mig vantar ennþá jakka en hann hlýtur að finnast einhverstaðar.
Annars er bara allt í nokkuð góðu, það er farið að styttast í að Geithafurinn komi á klakann í tvær vikur og það er aldrei að vita nema það verði reynt að ferðast eitthvað smá ef tækifæri gefst til á frídögum hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2008 | 20:37
....
Er eitthvað andlaus og ekki beint í stuði til að fara að vinna næstu þrjá daga. En amma Geithafursins dó í dag og jarðaförin verður á miðvikudaginn þannig að það er ekki sjens að ég nái því. Hefði gjarnan vilja fylgja henni síðasta spölinn, en eftir að skoða flugferðir í dag að þá yrði ég ekki komin á leiðarenda fyrr en á miðvikudagskvöld þannig að það er ekki alveg að ganga upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2008 | 12:46
Skin og skúrir.
Sumir dagar eru þannig og gærdagurinn var einn af þeim. Hann byrjaði vel og lá ég bara í leti framan af þar til ég fór á sýningu sem er hér í bæ. Fannst hún reyndar ekkert sérstök en hitti slatta af fólki á þessum hring sem ég fór og náði að eyða fullt af pening. Alltaf ansi auðvelt að eyða þeim.
En í gærkvöldi fékk ég síðan slæmar fréttir að utan sem snúa að ömmu gömlu á neðri hæðinni, en eins og er lítur allt mjög illa út. Þegar svona stendur á er erfitt að vera svona langt í burtu !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2008 | 12:25
Andleysi !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 22:38
Jamm og já.
Ég held að það orðinn innbyggður skjálftamælir í manni því að þegar skjálfti finnst að þá getur maður eiginlega orðið sagt til um styrkleikann. Fann einn áðan og sagði að hann væri um 3 og það kom á daginn þegar ég fór að skoða vefinn að hann var 3.1.
Var annars bara í fríi í dag og var það kærkomið ! Ekki það að mér finnist leiðinlegt í vinnunni svona alla jafna en þetta sumarið er dálítið öðruvísi þar sem það vantar nokkrar sem ég er vön að vinna með og þetta er svona ekki alveg eins og var. En allavega þriggja daga vinna framundan, mér finnst alveg snilld að vera aldrei meira en þrjá daga í röð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 14:44
Meiri leti.
Ég er meira en löt þessa dagana ! Er í fríi í dag og hef sama og engu komið í verk. Settist niður í stofusófann áðan til að horfa á einn þátt í sjónvarpinu og það endaði þannig að ég sofnaði í fáránlegri stellingu og get varla snúið hausnum eins og er. Enda kannski ekki skrítið þar sem það hafa náttúrlega verið nokkrar svefnlitlar nætur síðan skjálftinn var. Ég vakna nefnilega við minnsta hristing og eins og þetta hefur verið alveg þar til í nótt að þá hef ég verið að vakna þó nokkru sinnum á hverri nóttu. Því þótt maður haldi svo áfram að sofa að þá einhvernvegin hvílist maður illa þegar maður er alltaf að vakna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2008 | 18:09
...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)